Jack D. Ives

Jack D. Ives fæddist í Grimsby, Englandi, árið 1931. Hann útskrifaðist sem landfræðingur frá háskólanum í Nottingham 1953. Á námsárunum skipulagði hann og stjórnaði rannsóknaleiðöngrum til Íslands þar sem kannaðir voru m.a. Morsárjökull, Svínafellsjökull og Skaftafellsjökull. Bæði masters- og doktorsverkefni hans fjölluðu um Öræfin og Morsárjökul.

Hann  stundaði framhaldsnám við McGill háskólann í Montreal og lauk þaðan doktorsprófi. Hann var háskólaprófessor í Kanada og Bandaríkjunum og starfaði um árabil á vegum kanadískra stofnana að jöklarannsóknum í Kanada og víðar um heim. Hann hefur ritað bækur um Himalaja, Suðvestur-Kína og Mið-Asíu og hlotið margs konar viðurkenningu fyrir.

Jack er einn af höfundum Ríó-sáttmálans og nýtur alþjóðlegrar viðkenningar vegna rannsókna sinna á fjallahéruðum um allan heim. Hann kynntist Ragnari Stefánssyni bónda í Skaftafelli í fyrstu Íslandsferðinni 1952. Upp frá þeirri stundu hefur hann verið tíður gestur í Skaftafelli.

Árið 2007 komu út bækur hans um Skaftafell, Skaftafell in Iceland – A Thousand Years of Change og íslensk þýðing Þorsteins Bergssonar á Unaósi, Skaftafell í Öræfum – Íslands þúsund ár.

ENGLISH