Jón Benedikt Björnsson er fæddur 1947 norður í Húnavatnssýslu, lærði sálfræði í Freiburg í Breisgau, starfaði lengi sem félagsmálastjóri á Akureyri, síðan um fimm ára skeið sem framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmála í Ráðhúsi Reykjavíkur, en lagðist árið 2001 í pílagrímsferð til Santiago de Compostela og var þó ekki sérlega handgenginn Guði.
Eftir hann liggur bókin Af örlögum mannanna (1991) og fjöldi greina og erinda. Á Jakobsvegi kom út hjá Ormstungu 2002 og Með skör járntjaldsins 2006.
Síðan hefur Jón sent frá sér bækurnar Föðurlaus sonur níu mæðra (2008) og Rassfar í steini – í slóð Ólafs helga til Stiklastaða (2018).