Jónas Þór (f. 1949) lagði stund á sagnfræði við Háskóla Íslands og University of Manitoba í Kanada. Að loknu framhaldsnámi í Manitobaháskóla var Jónas ráðinn ritstjóri Lögbergs-Heimskringlu og kenndi um leið við íslenskudeild Manitobaháskóla. Hann bjó Í Kanada í tíu ár.
Jónas hefur um árabil skipulagt ferðir sem á einn eða annan hátt tengjast sögu íslensku vesturfaranna í Vesturheimi með það að markmiði að efla tengsl Íslendinga við afkomendur íslenskra vesturfara í Ameríku. Hann hefur farið með hópa á nánast alla staði í Norður-Ameríku þar sem Íslendingar settust að á vesturfaratímabilinu; á síðustu árum einkum á vegum Bændaferða.
Bók
Jónas hefur einnig skipulagt ferðir til Íslands fyrir afkomendur vesturfaranna.
Árið 2011 kom út bók hans Varðinn í vestri.