Lea Korsgaard

Lea_Korsgaard

Lea , fædd 1979, var áður blaðamaður hjá  Berlingske Tidende en vinnur nú fyrir Politiken. Hún var við nám í Syddansk Universitet og síðar lagði hún stund á fjölmiðlafélagsfræði við New School for Social Research í New York þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2009 með meistarapróf.

Hún skrifaði í félagi við samstarfskonu sína, Stéphanie Surrugue, bókina Det store Bogtyveri sem kom út 2005 og fjallar um bókaþjófnaðina sem áttur sér stað árum saman í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Fyrir þá bók fengu þær stöllur blaðamannaverðlaun Berlingske Tidende árið 2005. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Trausta Steinssonar 2009 undir heitinu Bókaránið mikla.

Lea Korsgaard hefur einnig kennt blaðamennsku á ýmsum námskeiðum í Danmörku, jafnt fyrir byrjendur í faginu sem lengra komna.