Neil Shubin

neil_shubin

Neil Shubin er steingervingafræðingur og prófessor í líffræði og líffærafræði við University of Chicago. Hann hefur skipulagt fjölda rannsóknaleiðangra til Asíu, Afríku, meginlands Norður-Ameríku og Grænlands. Í einni af þessum rannsóknaferðum fann hann steingerving hins útdauða milliliðar milli lagar- og landhryggdýra, Tiktaalik rosae. Fundurinn vakti heimsathygli og stórblöð á við New York Times birtu fréttina á forsíðu með feiknafyrirsögn.

Shubin hefur skrifað fjölda greina, bæði fyrir almenning og fræðimenn, og hlaut heimsfrægð fyrir Your Inner Fish árið 2008. Bókin kom út á íslensku 2011 í þýðingu Guðmundar Guðmundssonar undir heitinu Fiskurinn í okkur.