Örnólfur Árnason (f. 1941) hefur fengist við ritstörf af mjög margvíslegu tagi. Hann hefur skrifað fjölda leikrita fyrir svið, útvarp og sjónvarp, kvikmyndahandrit, óperulíbrettó, ævisögur, ferðabækur og skáldverk, auk þess að vera um langt árabil einn af afkastamestu þýðendum á Íslandi.
Ýmsar af bókum Örnólfs Árnasonar hafa verið metsölubækur:
Á slóð kolkrabbans, 1991.
Lífsins dóminó, 1992.
Járnkarlinn, 1993.
Bankabókin, 1994.
Kóngur um stund, 1995.