Richard David Precht, heimspekingur, blaðamaður og rithöfundur fæddist 1964 í Solingen í Nordrheinland-Westfalen. Hann varði doktorsritgerð sína um hið merka rit Roberts Musil, Der Mann ohne Eigenschaften, við háskólann í Köln árið 1994. Síðan hefur hann unnið fyrir nánast öll stærstu dagblöð Þýskalands og útvarps- og sjónvarpsstöðvar. Hann hefur sent frá sér þrjár skáldsögur og fimm þekkingarrit (þar af eitt sjálfsævisögulegt).
Precht er einn af vinsælustu fyrirlesurum samtímans í Þýskalandi. Hann er tíður gestur í umræðuþáttum þýskra sjónvarpsstöðva og sér um eigin sjónvarpsþátt í ríkissjónvarpinu ZDF. Á bókamessunni í Frankfurt haustið 2011 tók Precht þátt í pallborðsumræðum með Jóni Gnarr borgarstjóra sem vöktu mikla athygli. Þeir félagar endurtóku leikinn á sviði í Stuttgart haustið 2012 þar sem þeir skiptust á skoðunum fyrir troðfullu húsi – og komust færri að en vildu.
Bækur Prechts eru:
Noahs Erbe (1997)
Das Schiff im Noor (í félagi við bróður sinn Georg) (1999) – kom aftur út 2009 undir heitinu Die Instrumente des Herrn Jørgensen
Die Kosmonauten (2002)
Lenin kam nur bis Lüdenscheid – Meine kleine deutsche Revolution (2005)
Wer bin ich – und wenn ja, wie viele? (2007) – Hver er ég – og ef svo er, hve margir? (2012)
Liebe – Ein unordentliches Gefühl (2009)
Die Kunst, kein Egoist zu sein (2010)
Warum gibt es alles und nicht nichts? (2011)
Anna, die Schule und der liebe Gott (2013)
Erkenne die Welt: Geschichte der Philosophie 1 (2015)