Richard Norman, fyrrum heimspekiprófessor við Háskólann í Kantaraborg, er húmanisti af lífi og sál og er varaforseti British Humanist Association. Sérgrein hans er siðfræði en hann hefur einnig fjallað mikið um stjórnmálaheimspeki. Hann hefur skrifað fjölmargar bækur, þar á meðal The Moral Philosophers (1983), Free and Equal (1987) og Ethics, Killing and War (1995) og On humanism (2004).
Síðasttalda bókin kom út hjá Ormstungu í desember 2012 – Um húmanisma.