Sigurður A. Magnússon

sam

Sigurður A. Magnússon fæddist að Móum á Kjalarnesi 31. mars 1928. Hann var afkastamikill rithöfundur, blaðamaður og bókmennta- og samfélagsrýnir. Hann var ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins 1962-1967, ritstýrði Samvinnunni 1967-1974  og olli þar með straumhvörfum í umfjöllun um samfélags- og menningarmál á Íslandi.

Sigurður sat í ritstjórn Jóns á Bægisá 1995-2011.

Ormstunga gaf út árið 2008 greinasafn Sigurðar, Fótatak í fjarska – Bókmenntapistlar 1962-2008.

Sigurður lést í Reykjavík 2. apríl 2017.