Frá unga aldri hefur Sigurjón Magnússon (f. 1955) stundað ritstörf, í fyrstu og raunar í mörg ár beint oní skúffuna. Loksins 1997 kom út fyrsta bók hans, Góða nótt, Silja, sem var feykivel tekið af lesendum og gagnrýnendum. Síðan hefur hann sent frá sér níu bækur. Skáldsagan Endimörk heimsins var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012.
Skáldsögur eftir Sigurjón:
Góða nótt, Silja (1997)
Hér hlustar aldrei neinn (2000)
Borgir og eyðimerkur (2003)
Gaddavír (2006, kiljuútgáfa 2008)
Útlagar (2010)
Endimörk heimsins (2012)
Snjór í myrkri (2014)
Sonnettan (2016)
Biluð ást (2023)