Stefán Sigurkarlsson

Stefan_Sigurkarlsson

Stefán Sigurkarlsson fæddist í Reykjavík 1930. Lauk prófi í lyfjafræði í Kaupmannahöfn 1957. Starfaði sem lyfsali í Stykkishólmi, Akranesi og í Reykjavík. Lét af störfum 1997.

Hann hefur sent frá sér eftirfarandi bækur: Haustheimar, ljóð 1985; Skuggar vindsins, ljóð 1990; Hólmanespistlar, samtengdar sögur 1995; Handan við regnbogann, skáldsaga 2002 og Raddir frá Hólmanesi, smásögur 2009.

Nýjasta bók Stefáns er ljóðabókin Ósamstæður (2013).

Hólmanespistlar og Handan við regnbogann hafa einnig komið út á hljóðbók.

Stefán lést í desember 2016.