Stefán Sturla

Stefán Sturla

 

Stefán Sturla Sigurjónsson, fæddur 1959, stundaði nám í húsasmíði við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, stúderaði búfræði við Búnaðarháskólann á Hvanneyri og er leikari frá Leiklistarskóla Íslands.

Eftir Stefán Sturlu hafa komið út tvær barnabækur, Trjálfur og Mimmli (2000) og Alína, tönnin og töframátturinn (2007).

Hann hefur einnig skrifað leikrit, söngleiki og gerði borðspilið Spurningaspilið Ísland (2002). Hann hefur verið þáttastjórnandi bæði fyrir útvarp og sjónvarp.

Hann hefur leikið og leikstýrt í leikhúsum landsins, í kvikmyndum og sjónvarpi. Hann lék m.a. eitt af aðalhlutverkum í kvikmyndinni Sódóma Reykjavík.

Fyrsti hluti þríleiksins um Lísu og veröld hennar, Fuglaskoðarinn, kom út 2017 og framhaldið, Fléttubönd, kom út 2018. Síðasti hluti þríleiksins, Flækjurof, kom út í júní 2020.

Stefán býr í Vasa í Finnlandi.

Viðtal í Feyki á Sauðárkróki 10. júlí 2020.

Sjá einnig á Wikipedia