Stéphanie Surrugue

Stephanie_Surrugue

Stéphanie, fædd 1977, er blaðamaður hjá Politiken þar sem hún hefur starfað í fréttadeildinni og menningarritstjórninni frá árinu 2002. Hún lauk námi í blaðamennsku við háskólann í Hróarskeldu.

Hún skrifaði í félagi við samstarfskonu sína, Leu Korsgaard, bókina Det store Bogtyveri sem kom út 2005 og fjallar um bókaþjófnaðina sem áttur sér stað árum saman í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn. Fyrir þá bók fengu þær stöllur blaðamannaverðlaun Berlingske Tidende árið 2005. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Trausta Steinssonar 2009 undir heitinu Bókaránið mikla.

Stéphanie Surrugue hefur einnig starfað við útvarpsþáttagerð og einkum fjallað um menningarmál hjá Danmarks Radio – DR2.