Þórunn Kristín Emilsdóttir

Thorunn_Kristin_Emilsdottir

Þórunn Kristín fæddist í Vestmannaeyjum í árslok 1949. Hún lauk námi úr Hótel- og veitingaskólanum árið 1987 sem framreiðslumaður og hlaut meistaragráðu í faginu.

Þórunn hefur sinnt ýmsum störfum sem þjónn, veitingastjóri og rekstraraðili. Hún er fráskilin og á þrjú börn á lífi og 7 barnabörn.

Hún fæddist með þá gjöf að geta skynjað fleiri vitundarvíddir heldur en gerist og gengur hjá mannfólki og hefur starfað sem leiðbeinandi miðill um nokkurra áratuga skeið (ekki spámiðill).

Bók hennar Valsað milli vídda kom út í maí 2013.