Wolfgang Schiffer fæddist 1946 í Lobberich við neðanvert Rínarfljót en hefur lengst af búið í Köln. Hann er leikhúsfræðingur að mennt og stýrði í mörg ár leiklistardeild Vesturþýska útvarpsins í Köln.
Eftir Wolfgang hafa birst eftir ljóð, leikrit og sögur fyrir fullorðna og unglinga. Fyrsta skáldsaga hans, Die Befragung des Otto B., kom út 1974. Íslensk þýðing Franz Gíslasonar, Yfirheyrslan yfir Ottó B., kom út 1994 hjá Bókmenntafélaginu Hringskuggum og í rafbókarútgáfu 2024 hjá Ormstungu.
Allt frá því að hann heimsótti Ísland í fyrsta sinn árið 1982 hefur hann verið óþreytandi að kynna löndum sínum íslenska menningu, ekki síst íslenskar bókmenntir, og meðal annars átt frumkvæði að því að þýða og gefa út verk margra íslenskra nútímahöfunda.
Hann hefur einnig valið efni í tvö safnrit til kynningar á þýskum nútímabókmenntum hérlendis, ljóðasafnið Og trén brunnu (1989) og smásagnasafnið Sögur frá Þýskalandi (1994).
Bók Wolfgangs, Dass die Erde einen Buckel werfe, kom út 2022 og er væntanleg á íslensku 2025. Nýjasta frumsamda verk hans er Gespräche mit dem Enkel (2024) með grafík eftir Jón Thor Gíslason.
Árið 1991 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til þýsk-íslenskra menningartengsla.