Skráð

„Mœurs Contemporaines“

Barn var heitið Duld, það vakti dulitla athygli.
Menn komu og sögðu:  Af hverju heitir barnið
Duld?

Kona nokkur spurði:  Er þetta kannski heiðið?

Duld óx úr grasi.  Almannarómur sagði glasi.
Hún gekk í skóla.  Hún bauð sig fram í forseta-
kosningum, en í fyllingu tímans varð hún forstjóri
álvers.

Baldur Óskarsson. (2006). Endurskyn