Það er vart þörf á að kynna Hope Knútsson. Flestir tengja hana við Siðmennt en Hope hefur komið miklu víðar við sögu.
Áhugaverðar minningar hennar eru væntanlegar í vor. Meira um það hér.
MEÐ KVEÐJU FRÁ ORMSTUNGU
Það er vart þörf á að kynna Hope Knútsson. Flestir tengja hana við Siðmennt en Hope hefur komið miklu víðar við sögu.
Áhugaverðar minningar hennar eru væntanlegar í vor. Meira um það hér.
MEÐ KVEÐJU FRÁ ORMSTUNGU
„Siddharta kom fram sem tákn: tákn þeirra sem leita sannleikans – síns eigin sannleika.“
– Paulo Coelho
Nú er þessi heimsþekkta og geysivinsæla skáldsaga eftir Hermann Hesse loksins fáanleg á íslensku í þýðingu Haralds Ólafssonar mannfræðings.
Allar götur síðan Siddharta kom út 1922 hefur bókin farið sigurför um heiminn – ekki síst á seinni hluta tuttugustu aldar!
Um daginn var fróðlegt spjall um bókina í þættinum Bara bækur í Ríkisútvarpinu.
MEÐ KVEÐJU FRÁ ORMSTUNGU
Í fyrsta lagi er Bókamarkaðurin í Laugardagshöll í fullum gangi og í öðru lagi fékk nýja bókin hans Hákonar J. Behrens, Davíð Wunderbar, flottan dóm í Kiljunni um daginn.
Og ekki spillti skemmtileg umfjöllun um bókina í þættinum Bara bækur á Rás 1.
Með kveðju frá Ormstungu
Sælt veri fólkið,
Davíð Wunderbar heitir nýstárleg skáldsaga eftir Hákon J. Behrens. Sagan segir frá ungum manni sem gætir ekki alltaf orða sinna. Hann er sannfærður um að lagfæra þurfi þá skekkju sem nákvæm mæling tímans hefur í för með sér fyrir mannkynið en ástin setur strik í reikninginn og truflar hann við lagfæringarnar.
Við fögnum útgáfu bókarinnar mánudaginn 13. nóvember klukkan 19:00 og höfum það notalegt í Gunnarshúsi. Hákon segir frá tilurð bókarinnar og les upp kafla. Svo spjöllum við saman og njótum léttra veitinga.
Og bókin fæst á góðum kjörum.
STAÐUR:
Gunnarshús, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík
STUND:
mánudagur 13. nóvember kl. 19:00 til …
– Allir velkomnir.☻
Það væri gaman að sjá ykkur – þið megið gjarna taka með ykkur gesti.
Sælt veri fólkið,
BILUÐ ÁST heitir splunkuný skáldsaga Sigurjóns Magnússonar, hispurslaus frásögn af harkalegu hlutskipti manns sem ástin lék grátt.
Við fögnum útgáfu bókarinnar þriðjudaginn 31. október klukkan 17:30, höfum það notalegt í Gunnarshúsi, hlustum á höfundinn lesa upp, spjöllum saman og njótum léttra veitinga.
Það væri gaman að sjá ykkur – þið megið gjarna taka með ykkur gesti.
Og bókin fæst á góðum kjörum.
STAÐUR:
Gunnarshús, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík
STUND:
þriðjudagur 31. október kl. 17:30 til …
– Allir velkomnir.☻
Leikstjóri skrifar bók
Sælt veri fólkið,
þetta bréf fáið þið í tilefni af því að Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri sendir frá sér fyrstu skáldsögu sína innan fárra daga. Sagan heitir MAÐUR Í EIGIN BÍÓMYND og segir frá Ingmar Bergman, kollega Ágústs, og stormasömu hjónabandi hans.
Við fögnum útgáfu bókarinnar í Bíó Paradís miðvikudaginn 18. október 2023 klukkan 17:30.
Dagskráin er einföld:
1) höfundur segir undan og ofan af tilurð sögunnar
2) höfundur les upp kafla úr bókinni
3) smá rúsína í pylsuendanum
4) og svo spjöllum við soldið saman, njótum veitinga og höfum það notalegt
Allir velkomnir.
Með kveðju frá Ormstungu.
Við fögnum útgáfunni í Gunnarshúsi mánudaginn 3. júlí kl. 17:30. Hallveig segir okkur frá tildrögum að þessari fyrstu skáldsögu sem hún skrifar fyrir fullorðna lesendur.
Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri og leiðsögumaður les valda kafla úr bókinni og Sigríður Thorlacius syngur sól í hjörtu viðstaddra.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Ung stúlka verður fyrir bíl fyrir framan Þjóðleikhúsið og lætur lífið. Ökumaðurinn flýr af vettvangi. Eina vitnið að þessum atburði er Svetlana, rússneskur bókmenntafræðingur sem vinnur við þrif í opinberum byggingum. Hún hringir í neyðarnúmerið en hjólar burt. Lögreglukonan Fanney kemur á vettvang. Við rannsókn málsins ákveður hún vegna ágreinings við yfirmann sinn að snúa sér að öðru máli sem komið er upp á bernskuslóðum hennar í Urriðavík. Kona hefur fundist myrt úti í fjárhúsi og fleiri morð fylgja í kjölfarið. Böndin berast að Birtu sem hengdi sig úti í fjósi fyrir hundrað árum. Flestir hafa séð vofunni bregða fyrir og öll sveitin stendur á öndinni.
Austur í Síberíu fréttir Lena að dótturdóttir hennar hafi fundist dáin í Reykjavík. Hún sér sig knúna til að fara til Íslands. Þegar hún fréttir af innrás Rússa í Úkraínu segist hún ekki eiga neitt land. Nágranni Svetlönu, Pétur, býður henni að búa hjá sér þangað til djöfulskapnum linni.
Hvað eiga dauðsföllin í Reykjavík sameiginlegt með morðunum í Urriðavík? Lena tekur þátt í að greiða úr flækjunni.
Hér má sjá Kiljuna frá því í gær.
Bókin seldist upp en örfá eintök komu frá bókabúðum eftir jól. Nú eru TVÖ EINTÖK eftir hjá okkur.
Fyrstur kemur, fyrstur fær!
En við eigum ÓTAKMARKAÐ MAGN af rafbókarútgáfunni!
Bestu kveðjur.
31. desember 2021
–
Á sviðsbrúninni – Hugleiðingar um leikhúspólitík eftir Svein Einarsson.
Í þessari bók rifjar höfundur upp starf sitt í leikhúsum, óperuhúsum, útvarpi og sjónvarpi undanfarna áratugi og veltir fyrir sér aðferðafræði og vinnubrögðum leikstjórans. Sjá líka hér.
Á morgun, fimmtudagskvöld, 14. okt. kl. 20:00, ætlar Sveinn að spjalla við Stefán Baldursson og Brynhildi Guðjónsdóttur um efni bókarinnar í Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, Reykjavík.
Þetta verður ábyggilega hugguleg og áhugaverð kvöldstund. Við verðum líka með léttar veitingar. – Allir velkomnir!
Ormstunga gaf út tvær áhugaverðar bækur snemma í september sem vakið hafa athygli.
Með góðri kveðju