Sælt veri fólkið,
Davíð Wunderbar heitir nýstárleg skáldsaga eftir Hákon J. Behrens. Sagan segir frá ungum manni sem gætir ekki alltaf orða sinna. Hann er sannfærður um að lagfæra þurfi þá skekkju sem nákvæm mæling tímans hefur í för með sér fyrir mannkynið en ástin setur strik í reikninginn og truflar hann við lagfæringarnar.
Við fögnum útgáfu bókarinnar mánudaginn 13. nóvember klukkan 19:00 og höfum það notalegt í Gunnarshúsi. Hákon segir frá tilurð bókarinnar og les upp kafla. Svo spjöllum við saman og njótum léttra veitinga.
Og bókin fæst á góðum kjörum.
STAÐUR:
Gunnarshús, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík
STUND:
mánudagur 13. nóvember kl. 19:00 til …
– Allir velkomnir.☻
Það væri gaman að sjá ykkur – þið megið gjarna taka með ykkur gesti.