Leikstjóri skrifar bók
Sælt veri fólkið,
þetta bréf fáið þið í tilefni af því að Ágúst Guðmundsson kvikmyndaleikstjóri sendir frá sér fyrstu skáldsögu sína innan fárra daga. Sagan heitir MAÐUR Í EIGIN BÍÓMYND og segir frá Ingmar Bergman, kollega Ágústs, og stormasömu hjónabandi hans.
Við fögnum útgáfu bókarinnar í Bíó Paradís miðvikudaginn 18. október 2023 klukkan 17:30.
Dagskráin er einföld:
1) höfundur segir undan og ofan af tilurð sögunnar
2) höfundur les upp kafla úr bókinni
3) smá rúsína í pylsuendanum
4) og svo spjöllum við soldið saman, njótum veitinga og höfum það notalegt
Allir velkomnir.
Með kveðju frá Ormstungu.