Geta englar dáið?
spurði drengurinn.
Nei, nei!
sagði fólkið í bílnum.
Getur þeir staðið þegar þeir fljúga?
spurði drengurinn.
Engan dónaskap væni minn farðu að sofa
sagði fólkið í bílnum.
Ég getur ekki sofið það er svo mikið ryk
sagði drengurinn.
Það er kannski englaryk!
sagði amma og hló.
Það er kannski englaryk!
sagði afi og hló.
Það er kannski englaryk!
sagði allt fólkið í bílnum og skellihló.
Stefán Sigurkarlsson. (2013). Ósamstæður