Á Jakobsvegi

4.720 kr.

Hugsað upphátt á pílagrímaleiðinni til Santiago de Compostela

Höfundur: Jón Björnsson

352 bls., harðspjöld

Útgáfuár: 2002

Uppseld

Efni

Á 9. öld var álitið að líkamsleifar Jakobs Zebedeussonar hefðu fundist þar sem nú er borgin Santiago de Compostela á Norðvestur-Spáni. Hann var gerður þjóðardýrlingur Spánar og naut mikillar hylli.

Á 12. öld var orðinn til vegur frá Pýreneafjöllum til Santiago með brúuðum ám og sæluhúsum og  pílagrímar hvaðanæva að úr Evrópu hittast síðan við upphaf þessa vegar. Borgin, sem heitir eftir sælum Jakobi, varð þriðji mikilvægasti ákvörðunarstaður kristinna pílagríma á eftir Jerúsalem og Róm.

Jakobsvegurinn á sér mikla og merkilega sögu og liggur um fjölmarga sögustaði og merkar menningarminjar.

Á útmánuðum 2001 hjólaði höfundur Jakobsveginn frá Vézelay í Frakklandi til Santiago. Heim kominn setti hann á blað hugrenningar sínar um heilagan Jakob og aðra mæta menn og konur sem komist hafa til metorða í dýrlingastétt.

Stórskemmtileg og fróðleg frásögn með fjölda svarthvítra og litmynda.

Frekari upplýsingar

ISBN

9979-63-036-1

Kápuhönnun

Þorfinnur Sigurgeirsson

Kápumynd

Jón Björnsson

Umbrot

Gísli Már Gíslason

Prentun

Litlaprent

Bókband

Félagsbókbandið Bókfell