Bréf til Brands

3.980 kr.

 

Höfundur: Haraldur Bessason

Útgáfuár: 1999

Rafbók (2012)

Prentútgáfa uppseld

 

Uppseld

Efni

Í þessari bráðskemmtilegu bók rekur Haraldur  örlagaþræði úr ævi þeirra sem hann hefur kynnst á fyrri tíð hér heima og meðal landa í Vesturheimi, spinnur þá inn í söguþætti af sjálfum sér og fléttar saman við fróðleik og spakvitrar hugleiðingar.

Hárfín gamansemi í bland við íslenskan menningararf frá árdögum goðsagna til vorra tíma laðar fram heildstæða og kímilega lífssýn manns sem beitir mælistiku uppeldis úr Kýrholti í Skagafirði á hvaðeina sem fyrir augu ber.

Uppistaðan er virðing fyrir andlegum gildum og þeim verðmætum sem djúpur mannskilningur, ómæld hlýja og fordómalaus væntumþykja í garð náungans geta ein skapað.

Bókin fæst líka  sem rafbók.


„Ég fullyrði í Vesturfaraþáttunum að Bréf til Brands sé með skemmtilegustu bókum á íslensku. Það er stór staðhæfing en sönn.

Haraldur skrifar bókina af feiknarlegri stílfimi, hann segir sögur af mörgum merkilegum persónum, hann greinir það sem hann hefur upplifað vestanhafs, alls staðar skín í gegn húmor, væntumþykja og húmanismi.“
Egill Helgason, RÚV