Brotabrot

1.340 kr.

Smásögur

Höfundur: Steinar Sigurjónsson

252 bls. kilja

Útgáfuár: 2008 (kom fyrst út 1968)

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Ritsafn Steinars Sigurjónssonar — 7. bók

Ritstjóri: Eiríkur Guðmundsson

Sagnasafnið Brotabrot kom fyrst út árið 1968. Árið 1993 kom út annað sagnasafn undir sama heiti og innihélt endurritaðar sögur úr fyrri bókinni auk annarra sagna. Í seinni útgáfunni hafði allmörgum sögum úr fyrri útgáfunni verið sleppt. Hér er sú leið farin að prenta allar þær sögur sem birst hafa undir heitinu Brotabrot í lokagerð höfundar. Að auki er hér sagan ,,Ans gefur að skilja“ sem birtist í hvorugri útgáfunni en tilheyrir sagnaflokknum eins og höfundur gekk frá honum. Sagan ,,Hvert?” í útgáfunni frá 1968 heitir hér ,,Erindi”, rétt eins og í útgáfunni frá 1993. Fjórar sögur eiga hér – rétt eins og í útgáfunni frá 1993 – rætur að rekja til fyrstu bókar höfundar, Hér erum við. Höfundur fylgdi fyrri útgáfu Brotabrota úr hlaði með formála sem einnig er prentaður hér.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,380 kg
ISBN

978-9979-63-066-1

Hönnun

Guðmundur Oddur Magnússon

Umbrot

Gísli Már Gíslason

Kápumynd

Kristján Guðmundsson

Prentun innsíðna og bókband

Fjarnet/Sigurjón Þorbergsson

Prentun kápu

Litróf