Dagstund á Fort Garry

3.290 kr.

Svipmyndir

Höfundur: Haraldur Bessason

144 bls., harðspjöld

Útgáfuár: 2007

Enginn sendingarkostnaður

Efni

Dag einn í júlí 1959 hitti Haraldur Bessason í fyrsta sinn Jósep Thorson, ættaðan frá Ásakoti í Biskupstungum, hermálaráðherra Kanada á stríðsárunum síðari.

Þetta var á Fort Garry-hótelinu í Winnipeg, og í för með Haraldi voru Jóhann Gestur Jóhannsson og Sveinn Björnsson læknir, báðir aldavinir Jóseps.

Margt bar á góma og í bókinni er svipmyndum fengin þessi dagstund til umráða. Sú stund teygir sig engu að síður yfir nokkra áratugi; má því ætla að tímarammi styðji þar ekki í einu og öllu rökrænt samhengi.

Haraldur rifjar upp á sinn sérstæða hátt frásagnir af samskiptum íslenskra landnámsmanna við indíána og Úkraínumenn og söguna af stórorrustu Jóseps og félaga við kalkúna og rekur hugleiðingar sínar um Kensington-steininn, goðsagnir og margt fleira.

Í þessari bók ríkir sama leiftrandi frásagnargleði og í Bréfum til Brands.

Dagstund á Fort Garry er skemmtileg bók. Þar er víða komið við og á óvæntum stöðum, en alltaf forvitnilegum. Þessi bók skilur mikið eftir sig.
– Halldór Blöndal

Frekari upplýsingar

ISBN

978-9979-63-057-9

Kápumynd

Steinunn Bessason

Útlit og umbrot

Gísli Már Gíslason