Draugasinfónían

2.900 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Einar Örn Gunnarsson

240 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 1996

Enginn sendingarkostnaður

Efni

„Þú ert miðill, Krummi, segðu mér: Lifa englar kynlífi?“

Ungur piltur kemur til Reykjavíkur í byrjun árs 1940 í þeim tilgangi að læra bókband. Hann heitir Hrafn og er á flótta undan vafasamri fortíð í litlu þorpi úti á landi.

Í höfuðstaðnum kemst hann í kynni við hóp sérviturra andatrúarmanna og nýtir sér trúgirni þeirra. Hrafn er sannfærður um að sá einn sé frjáls sem ekki á sér helgidóm og hann skynjar hve þýðingarmikið er að hafa blekkinguna á valdi sínu í heimi þar sem vægðarleysið er vegurinn til veraldargengis.