Ellefu í efra

2.990 kr.

Minningar úr Þjóðleikhúsi

Höfundur: Sveinn Einarsson


340 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 2000

Enginn sendingarkostnaður

Efni

Bókin fjallar um það ellefu ára tímabil er Sveinn Einarsson var Þjóðleikhússtjóri, árin 1972–1983. Auk þess að geyma minningar, vangaveltur og ýmiss konar úttekt á því sem gerðist í Þjóðleikhúsi Íslendinga á þessum árum, þá er bókin ómetanleg samtímaheimild.

Leiklistarlíf  á Íslandi er skoðað á gagnrýninn hátt og metið í samanburði við það sem hefur verið að gerast í nágrannalöndunum.  Í bókinni er fjallað um þá listamenn sem störfuðu við Þjóðleikhúsið á þessum árum, rakin saga og tilurð margra leikverka, auk annarra atvika sem ofarlega urðu á baugi í þjóðfélaginu.

Sveinn minnist á flestar ef ekki allar sýningar þessa tímabils í Þjóðleikhúsinu og leikhúsfólkið líka. Hann leiðréttir einn og einn misskilning eða misminni sumra samstarfsmanna sinna. Fróðlegt og skemmtilegt innlegg í íslenska leiklistarsögu.

Bókin er prýdd fjölda mynda.

 

Frekari upplýsingar

ISBN

9979-63-022-1

Kápuhönnun

Guðjón Ketilsson

Umbrot

Ormstunga

Prentun

Steinholt

Bókband

Flatey