Endimörk heimsins — rafbók

1.330 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Sigurjón Magnússon

Útgáfuár:

Harðspjöld 2012
Rafbók (EPUB) 2015 og 2024

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Haustið 1939 í rússnesku borginni Sverdlovsk austan Úralfjalla.

Snemma kvölds.

Uppljómuð í myrkrinu er víðkunn bygging − kaupmannshúsið, oftast nefnt Ípatjev-húsið, þar sem Nikulás keisari var skotinn af bolsévíkum sumarið 1918.

Á aðalhæð hússins hittum við fyrir gesti. Háttsetta flokksmenn frá Moskvu. Þeir standa saman í hnapp við dyr gömlu borðstofunnar.

En andspænis þeim − á gólfinu miðju − getur að líta sjálfan Pétur Jermakov.

Þann illræmdasta úr aftökusveitinni forðum.

Endimörk heimsins var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2012.


Endimörk heimsins er vel heppnuð saga, óvenjuleg fyrir íslenskan bókmenntaheim …“
Björn Þór Vilhjálmsson, RÚV

Frekari upplýsingar

Kápuhönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Kápumynd

Mynd eftir óþekktan ljósmyndara sýnir Alexej Romanov skömmu fyrir aftöku keisarafjölskyldunnar aðfaranót 17. júlí 1918.