Endurkoma Maríu

2.480 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Bjarni Bjarnason

160 bls., harðspjöld

Útgáfuár: 1996

Efni

Daginn sem Maríu varð ljóst að hún væri orðin kynþroska leit hún í spegil. Þá sá hún að hún hlyti að vera eitthvað sérstök. Ekki af því að hún væri svo falleg, heldur vegna þess að hún hafði enga spegilmynd.

Hvernig væri María mey sem ung kona í nútímaþjóðfélagi og hvernig tækju samtímamenn henni? Slíkar spurningar liggja til grundvallar þessari nýstárlegu skáldsögu um endurkomu Maríu.

Sögumaðurinn, Mikael frá Blómsturvöllum, er í senn sirkusmaður og uppfinningamaður og náin kynni takast með honum og Maríu.

Endurkoma Maríu var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 1996.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,450 kg
Kápuhönnun

Soffía Árnadóttir