Efni
Með ljóðunum í þessari bók bætir Baldur perlum við áratugalangt ljóðaband sitt, oft tímalausum ljóðum en annað veifið setur skáldið brennandi viðfangsefni samtímans í áhugavert samhengi. Ljóðin eru oftast blandin hlýlegum gáska þótt alvaran sé iðulega skammt undan.
Þessa bók er best að lesa mörgum sinnum, stundum frá upphafi til enda, stundum bara eitt og eitt ljóð, og óvæntar myndir kvikna í huga lesandans.
Endurskyn er þrettánda ljóðabók Baldurs, að undanskildu ljóðasafninu Ljóð 1966–1994, úrval sem kom út árið 1999.