Ennislokkur einvaldsins

2.320 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Herta Müller

Franz Gíslason íslenskaði


255 bls., harðspjöld

Útgáfuár: 1995

Efni

Myndbrot, óskýr í fyrstu, raða sér saman. Aspirnar eru hnífar sem sníða heitt loftið. Vindurinn verður óttasleginn þegar hann bærir á sér á götum valdsins.

Í verksmiðjunum eru græðgi og launungin söm hvort heldur menn barna eða stela. Blaðlúsin í ennislokki einvaldsins læst vera dauð. Andblær óttans vakir í lystigarðinum …

Smám saman birtast drættir mannlífsins í Timisoara um þær mundir sem uppreisnin gegn Ceausescu og valdaklíku hans hófst. Sagan lýsir á ljóðrænan hátt hvernig sekt og sakleysi eru samofin í fórnarlömbum allra alræðisstjórna.

Refir og veiðimenn skipta um hlutverk en spurningin er hvort eitthvað hafi gerst … „einn frakki smeygir sér í annan …“

 

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,460 kg
ISBN

9979-63-002-7

Kápuhönnun

Soffía Árnadóttir (Soffía frænka)

Umbrot

Prenthönnun hf