Fiskurinn í okkur

2.960 kr.

Ferðasaga mannslíkamans í þrjú þúsund og fimm hundruð milljónir ára

Höfundur: Neil Shubin

Guðmundur Guðmundsson íslenskaði

208 bls., mjúk spjöld

Útgáfuár: 2011

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Hvers vegna lítum við út eins og raun ber vitni? Hvað á mannshöndin sameiginlegt með fluguvæng? Eru tengsl milli brjósta, fiskhreisturs og svitakirtla? Af hverju fáum við hiksta?

Til þess að skilja betur starfsemi líkamans og grafast fyrir um uppruna algengustu sjúkdóma þarf að leita að upptökunum í ótrúlegustu kvikindum eins og ormum, flugum og fiskum.

Í þessari bók skyggnist höfundur milljónir ára aftur í sögu alls lífs, löngu áður en nokkur skepna gekk um á jörðinni, og skýrir hvernig nýjar uppgötvanir og aðferðir náttúruvísindanna bregða birtu á skyldleika manna við gerólíkar lífverur, eins og bakteríur, sæfífla, orma, flugur, fiska og marglyttur.

Fyrst er lýst hvernig menn bera sig að við að leita steingervinga og segir svo frá því hvernig Tiktaalik, „týndi hlekkurinn“ milli lagar- og landhryggdýra, fannst árið 2006 á norðurslóðum Kanada nálægt 80. breiddargráðu. Fundurinn varpaði nýju ljósi á upphafið að þróun landhryggdýra og breytingarnar sem urðu á vistkerfi jarðar.

Steingervingarnir, ásamt DNA-athugunum, veita athyglisverðar vísbendingar um hvernig bein og vöðvar, sem mynda fiskugga, umbreyttust í ganglimi landhryggdýra. Gangverki þróunarinnar er lýst á ljósan og auðskilinn hátt, til að mynda hvað mannslíkaminn er nauðalíkur fiski.

Lesendur sjá sjálfa sig og umheiminn í algerlega nýju ljósi eftir lestur bókarinnar. Fiskurinn í okkur er vísindaskrif fyrir almenning eins og þau gerast best. Hrífandi og upplýsandi frásögn, aðgengileg og sögð af ómótstæðuilegum eldmóði.


„Framúrskarandi … Ef þú vilt skilja þróunarsögu mannsins og annarra dýra, án þess að lesa nokkuð annað um efnið á þessu ári, skaltu lesa þessa frábæru bók.“
Alan Cane – 
Financial Times

Fiskurinn í okkur er af þeirri tegund bóka sem ég held mest upp á viturleg, hressileg og hrífandi vísindasaga, ævintýri sem breytir varanlega hugmyndum okkar um hvað það merkir að vera manneskja.“
Oliver Sacks –  Amazon.com Review

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,360 kg