Efni
„Fjölmóður hét maður er kallaður var föðurbetrungur. Hann óx úr grasi á Íslandi er Magnús berfættur réð ríkjum í Noregi og var mjög á aldur við Sigurð son konungs, þann er kallaður var Jórsalafari…“
Hér segir frá Fjölmóði og stórvirkjum hans, frá Nóttu seiðkonu, Dreymu er ræður draumum manna, hvítriddurum úr Ginnungagapi, Sigurði Jórsalafara, Óðni sjálfum og mörgum fleirum.
Berst sagan frá Íslandi í hulduheima og þaðan til eyjarinnar Majúrku í Jórsalahafi þar sem Fjölmóður er hnepptur í þrældóm hjá Serkjum.
Hann vinnur sér frelsi er hann bjargar dóttur Majúrkukonungs úr ljónsklóm og kemst til metorða og ratar í marga raun.