Fótatak í fjarska

3.900 kr.

 

Bókmenntapistlar 1968–2008

Höfundur: Sigurður A. Magnússon

352 bls., harðspjöld

Útgáfuár: 2008

 

Flokkar: Útgáfuform:

Efni

Í þessari bók höldum við í ferðalag með SAM um víðáttur evrópskra, bandarískra og íslenskra bókmennta.

Við heimsækjum með honum erlenda og íslenska höfunda, suma vel þekkta, aðra minna þekkta. Af þeim erlendu skáldum sem koma við sögu má nefna Mary Wollstonecraft (sem sumir kalla fyrsta feminíska heimspeking Vesturlanda), Walter Scott, Edgar Allan Poe, Samuel Beckett og James Joyce. Af íslenskum höfundum er helst að geta um Árna Bergmann, Guðmund Daníelsson og Steinar Sigurjónsson.

Sigurður fræðir okkur um sögu Nóbelsverðlaunanna og Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og veltir fyrir sér þýðingu þeirra fyrir bókmenntirnar í samtíð okkar. Og hann segir okkur umbúðalaust skoðun sína á „bláþráðóttri“ Íslenskri bókmenntasögu. Hann hættir sér líka út á hálan ís og spyr um konur og bókmenntir.

SAM fjallar einnig um byltingu í þýðingum á íslenskum verkum á ofanverðri tuttugustu öld, en sjálfur lagði hann gjörva hönd á kynningu á sögu og menningu íslensku þjóðarinnar fyrir umheiminum.

Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur ritar formálsorð.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,750 kg
ISBN

978-9979-63-086-9

Hönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Prentun og bókband

Oddi