Hrafnaspark

1.860 kr.

Unglingabók

Höfundur: Eysteinn Björnsson

110 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 2010

 

Efni

„Til andskotans með allt þetta hyski.“

Hann skyldi sýna því að hann kæmist af án þess.

„Ég segi mig hér með úr lögum við samfélagið,“ öskraði hann af öllum kröftum. „Ég vil ekkert með ykkur hafa.“

Hrafn tekur þátt í innbroti í skólann og flikkar svolítið upp á innanhúsarkitektúrinn í stofu kennarafasistans. Hvað er annað hægt í þessu landi þar sem stjórnvöld eru glæpahyski og valdastofnanir brjóta miskunnarlaust niður frjálsa hugsun!? Honum er vísað úr skóla.

Fljótlega birtist annar Hrafn. Afi kemur til skjalanna og býður Hrafni til sín í sumarbústaðinn. Saman lenda þeir nafnarnir í ævintýralegum hremmingum og margt bendir til þess að Hrafn eigi fljótlega afturkvæmt í skólann.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,285 kg
ISBN

978-9979-63-102-6

Kápuhönnun

Bjarney Hinriksdóttir

Mynd á kápu

Hector Acoste