Hringstiginn

1.430 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Ágúst Borgþór Sverrisson

106 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 1999

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Sögurnar í Hringstiganum eru fjölbreyttar en þó hefur verkið sterka heildarmynd. Persónur sagnanna hafa gjarnan orðið fyrir reynslu sem mótar allt líf þeirra og margar þeirra glíma við þráhyggju sem í senn er sérstæð og kunnugleg.

Stíll sagnanna er einfaldur og beinskeyttur og allflestar eru þær raunsæisverk. Sögurnar gerast í Reykjavík, ýmist í nútímanum eða á áttunda áratugnum, og kunna að vekja upp gleymdar kenndir og duldar þrár með lesandanum.

Ein sagan í bókinni, „Afraksturinn“, hlaut verðlaun í smásagnakeppni Vikunnar 1999 og birtist svo í þýska safnritinu Wortlaut Island árið 2000. Titilsagan, „Hringstiginn“, birtist í Tímariti Máls og menningar, 1. hefti 1999.

Önnur bók höfundar, smásagnasafnið Sumarið 1970 kom út 2001, og 2004 kom út smásagnasafnið Tvisvar á ævinni.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,300 kg
ISBN

9979-63-021-3

Kápuhönnun

Ingólfur Júlíusson