Í mynd Gyðjunnar

2.400 kr.

Höfundur: Berglind Gunnarsdóttir

82 bls. – kilja

Útgáfudagur: 26. september 2022

Efni

Saga hennar í skáldskap, náttúru og trú

Við hittum fyrir Gyðjuna á steinöld; hún tengist náið náttúru og dýralífi  og birtist til að mynda sem Augngyðja, Fuglagyðja og Tunglgyðja.

„Hún var hið ríkjandi afl alls lífs og fékk kraft sinn úr vötnum og uppsprettulindum, frá sól og tungli og rakri jörð.“

Fyrstu samfélög bænda dýrkuðu hana og til eru ummerki um Gyðjuna forsögulegu víða í Evrópu. Höfuðsetur Gyðjunnar varði lengst á Krít og víðar í Eyjahafi. Arftakar hennar eru gyðjur goðsagnaheimanna sem við þekkjum og María guðsmóðir meðal kristinna manna.

Á nítjándu öld birtist Tunglgyðjan aftur á sviðinu í skáldskap og lífi ljóðskáldanna allt fram á okkar dag.

 

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,150 kg
Brot 12 × 18 cm
ISBN

978-9979-63-147-7

Hönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Prentun

CPI, Þýskalandi

Mynd framan á kápu

Forsíðumyndin er af vatnskönnu frá eynni Þeru (Santorini) í Eyjahafi. Kannan, sem ber svip af konu og fugli, er frá 16. öld f.Kr. og er af gerð sem oft var notuð við dreypifórnir. Hún er varðveitt á Þjóðminjasafninu í Aþenu.