Jeppar á fjöllum

6.800 kr.

Handbók hálendisfarans

Ritnefnd:
Arngrímur Hermannsson
Guðni Ingimarsson
Gunnar Borgarsson
Ingimundur Þór Þorsteinsson
Snorri Ingimarsson
Þorvarður Hjalti Magnússon

Ritstjóri:
Gísli Már Gíslason

480 bls. – harðspjöld

Útgáfudagur: 18. desember 1994

Uppseld

Flokkar:

Efni

Þessi bók fjallar um hálendi landsins, skipulag þess, fjallvegi og náttúruvernd. Ferðalögin og undirbúningur þeirra eru tekin nákvæmlega fyrir ásamt aksturstækni sumar og vetur.

Bókin flytur einnig fróðleik um veðrið, snjóinn og áhrif kuldans á mannslíkamann.

Sagt er frá landmælingum, kortagerð og nýjustu staðsetningartækni, jafnframt því sem vandlega er farið í notkun áttavita og rötun.

Jepparnir, breytingar á þeim og tilheyrandi tækni, skipa veglegan sess í bókinni. Greint er frá sögu jeppans frá upphafi, bæði erlendis og hér á landi.

Í bókarlok er ítarleg atriðisorðaskrá sem gerir Jeppa á fjöllum að ómissandi handbók og uppsláttarriti fyrir alla sem vilja aka um óbyggðirnar upplýstir í sátt við landið sitt.

Fjölmargir sérfræðingar unnu að gerð bókarinnar sem er prýdd hundruðum mynda, teikningum og ljósmyndum.