Kjallarar Vatíkansins

1.400 kr.

– dárasaga

Höfundur: André Gide

Íslensk þýðing: Þorvarður Helgason

Eftirmáli: Gérard Lemarquis

208 bls. – kilja með innábroti

Útgáfuár: 2000

Flokkur: , Útgáfuform:

Efni

Hér er á ferðinni dæmalaus saga um kaþólskt íhald og frumstæða skynsemisstefnu undir lok 19. aldar þar sem kardinálar, skúrkar og frímúrarar leyfa sér að vera óútreiknanlegir, rétt eins og höfundurinn var sjálfur.

Óprúttnir bragðarefir, dauðyflislegir lærdómsmenn, gerviguðsmenn, frístundamorðingjar og sjarmerandi þagmælskar góðborgaradætur koma við sögu í þessari dárasögu (sotie) sem kom fyrst út í París 1914 og segir frá fjarstæðukenndu samsæri um að ræna páfanum og setja frímúrara í stól hans. Sagan ögraði viðteknum siðgæðishugmyndum á dögum höfundarins – og gerir að hluta til enn þann dag í dag.

Dadaistar dýrkuðu Kjallara Vatíkansins, aðrir fordæmdu bókina fyrir níhilisma. Höfundurinn leit á hana sem ærslafulla háðsádeilu. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels 1947.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,365 kg
ISBN

9979-63-026-4

Kápuhönnun

Ormstunga

Mynd framan á kápu

Engilsborg (Castel Sant´Angelo) í Róm.
Ljósmynd: Alinari (um 1890)