Landfræðissaga Íslands – öll bindin

16.900 kr.

Höfundur: Þorvaldur Thoroddsen

Höfundar 5. bindis (lykilbókar):
Eyþór Einarsson
Freysteinn Sigurðsson
Guðrún Ólafsdóttir
Gunnar Jónsson
Karl Skírnisson
Leifur A. Símonarson
Páll Imsland

1258 bls. í 5 bindum – harðspjöld – stórt brot (195 x 270 mm)

Útgáfuár: 2003–2009

Enginn sendingarkostnaður

Efni

Landfræðissaga Íslands eftir Þorvald Thoroddsen hefur að geyma frásagnir af hugmyndum manna, innlendra sem erlendra, um Ísland og íbúa landsins og af rannsóknum á landinu frá upphafi vega fram undir lok 19. aldar.

Frásögnin hefst á siglingu Forn-Grikkja á hafinu fyrir norðan Bretlandseyjar og hugsanlegri komu þeirra til Íslands (Thule). Raktar eru furðufrásagnir sem miðaldamenn settu saman af þessu undarlega landi elds og ísa. Þótt frásögnin skýrist dálítið, þegar tímar liðu fram, örlar lítið á því að útlendingar geri sér réttar hugmyndir um landið sjálft og íbúa þess.

Undir lok sextándu aldar fóru Íslendingar með Arngrím lærða í fararbroddi að setja saman bækur á latínu til þess að kynna erlendum mönnum land sitt og þjóð. En raddar þeirra gætti helsti lítið í samfelldum kór fáfræði og ýkjusagna. Það er í rauninni ekki fyrr en eftir miðja átjándu öld með leiðangri þeirra Eggerts og Bjarna sem vísindaleg rannsókn landsins hefst og hinar þjóðsagnalegu víkja. Báða þessa þætti rekur Þorvaldur Thoroddsen rækilega og að jöfnu í verki sínu, og er gildi þess ekki síst fólgið í því.

Í lykilbókinni draga fræðimenn saman umfjöllun Þorvalds og afstöðu hans til hinna ýmsu greina fræðanna, hver fyrir sína sérgrein. Jafnframt er dregin upp mynd af ævi Þorvalds og útgáfusaga frumútgáfu Landfræðissögunnar rakin. Í lokin eru svo ítarlegar heimildaskrár og nafna- og atriðisorðaskrá.

Landfræðissaga Íslands, fallega myndskreytt í þessari glæsilegu endurútgáfu, er mikil náma um sögu og náttúru landsins og verkið er undirstöðurit um mikilvæga þætti í könnunarsögu landsins.

Frekari upplýsingar

Kápuhönnun

Auglýsingastofa Skaparans

ISBN

978-9979-63-106-4