Efni
Landfræðissaga Íslands er undirstöðurit um könnun landsins og fjallar jafnframt um ýmsa aðra þætti íslenskrar menningarsögu.
Þetta fyrsta bindi af fimm hefst með frásögnum af siglingum Forn-Grikkja í norðurhöfum og nær fram yfir aldamótin 1600.
Virtir fræðimenn koma að verkinu og rita sérstaka skýringarkafla í lokabindinu (útgáfunefnd).
Fjölmargar myndir eru í þessari glæsilegu endurútgáfu einhvers merkasta fræðirits íslenskra bókmennta sem lesendur hafa rómað í heila öld fyrir lipra og skemmtilega frásögn.