Efni
Landfræðissaga Íslands er undirstöðurit um könnun landsins og fjallar jafnframt um ýmsa aðra þætti íslenskrar menningarsögu.
Þetta bindi er annað af fimm. Hér fjallar Þorvaldur einkum um hugmyndir manna á 17. öld og fyrri hluta 18. aldar og lýsir því hvernig galdrafár, hjátrú og hindurvitni hrærast saman við vaxandi vitneskju í náttúrufræðum.
Margar myndir eru í þessari glæsilegu endurútgáfu einhvers merkasta fræðirits íslenskra bókmennta. Sígilt stórvirki.