Efni
Í þessari bók, Langtfrá öðrum grjótum, sem hefur að geyma tæplega 160 ljóð á ríflega 200 blaðsíðum, er lesendum boðið í fjórtándu ljóðaveislu höfundar. Baldur tekur oft óvenjulega til orða og vísar stundum í framandi hugmyndaheim. En eins og fyrri daginn fléttar hann saman litríku myndmáli og hlýrri gamansemi.
Tímalaus ljóð sem kalla fram nýjar – og nýstárlegar – myndir við hvern lestur. Sannkallaður leikur að orðum, gjarnan með mistorræðum undirtexta, en iðulega léttur og gáskafullur.