Efni
Það er lítil þörf á að kynna George Best. Af náðargáfu sinni veitti hann knattspyrnunni áður óþekkta fegurð og þokka. Á hátindi frægðar sinnar var hann kallaður „fimmti Bítillinn“. Hann var fyrsti poppstjörnufótboltamaðurinn og fékk unglingsstúlkur til að hópast saman á Old Trafford löngu á undan David Beckham. Hann er eitt af mikilmennum knattspyrnunnar á 20. öld.
En velgengnin og frægðin voru honum um megn og lífssaga hans er stráð sögnum um konur, kynlíf og auðvitað drykkju. Það hefur mikið verið skrifað um Best en mjög lítið staðfest af honum sjálfum. Þar til núna.
Loksins er George Best reiðubúinn til að opna hjarta sitt og veita okkur innsýn inn í einhvern ótrúlegasta lífsferil á síðari árum. Nú segir George í fyrsta sinn sannleikann um dauða móður sinnar og afhjúpar baráttu sína við áfengið og úrslitakostina sem hafa þvingað hann til að horfast í augu við áfengislaust líf.
Þetta er dramatísk og hrífandi frásögn fyrir alla aðdáendur Manchester United og alla sem hafa áhuga á sögu manns sem hafði hlotnast allt og glataði því næstum öllu.
„Allt fór úrskeiðis í fótboltanum, því sem mér þótti vænst um af öllu, og upp frá því glataði lífið smám saman tilgangi sínum.“
George Best