Leiktextar

1.220 kr.

Leikrit

Höfundur: Steinar Sigurjónsson

229 bls. kilja

Útgáfuár: 2008
2. prentun 2020

Flokkur: , , Útgáfuform:

Efni

Ritsafn Steinars Sigurjónssonar — 16. bók

Ritstjóri: Eiríkur Guðmundsson

  • Börn Lírs
  • Torgið
  • Strandferð
  • Greða
  • Skammdegisvals
  • Jökullinn

Aðfaraorð

Erfitt er að henda reiður á hvenær Steinar Sigurjónsson fór að skrifa texta fyrir svið, útvarp og filmu. Það úrval leiktexta, sem hér er birt, er að miklu leyti unnið fyrir útvarp í lok níunda og upphafi tíunda áratugar tuttugustu aldar. En á þeim tíma bárust til leiklistardeildar RÚV fjöldi texta og fylgdu þeim kannski bréf er byrjuðu á þessa leið: „Hér sendi ég þér þrjár kómedíur og sé ég ekki betur en þær séu kátlegar með sóma. Ég setti göt á blöðin í þeirri trú að þú gætir þá sett allt í möppu, því það er þægilegra að skoða það þegar það er allt á sama stað.“

Af þeim þremur textum sem fluttir voru í Útvarpsleikhúsinu á þessum tíma eru tveir birtir: Torgið, flutt árið 1990 í leikstjórn Guðrúnar Snæfríðar Gísladóttur og Strandferð, flutt árið 1992, í leikstjórn Hallmars Sigurðssonar.

Á svið hefur aðeins ratað einn texta hans: Börn Lírs í Mobshop í Hall Hovedgård á Jótlandi árið 1989 í leikstjórn Kára Halldórs Þórssonar.

Nokkur tilbrigði eru til af hverjum texta enda leit Steinar svo á að aldrei væri nokkru verki fulllokið. Valin hafa verið þau handrit sem hann síðast snurfusaði.

Ýmsir leiktextar eru einnig til sem hann hefur unnið úr smásögum eða skáldsögum sínum og sem dæmi um þá aðferð eru tveir þeirra birtir, ásamt prósaverkunum (Greða og Jökullinn). En um þá sagði Steinar einnig í bréfi: „… þau eru svo sem engin leikrit, en það er nú ans það er að húmorinn lætur aldrei að sér hæða – og um leið verður allt hitt afsakað!“

María Kristjánsdóttir

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,210 kg
ISBN

978-9979-63-075-3

Hönnun

Guðmundur Oddur Magnússon

Umbrot

Gísli Már Gíslason

Kápumynd

Hannes Lárusson

Prentun innsíðna og bókband

Fjarnet/Sigurjón Þorbergsson

Prentun kápu

Litróf