Efni
Um íslenska ljóðagerð á 20. öld
Eysteinn Þorvaldsson fjallar hér um ljóðagerð skáldanna sem tóku að bylta forminu um og eftir síðustu öld. Hann hefur kynnt sér manna best módernismann í íslenskri ljóðagerð og fylgst grannt með þeim ungu skáldum sem síðar komu fram á sjónarsviðið undir nýjum straumum og stefnum.
Bókin hefur að geyma helstu greinar Eysteins og fyrirlestra um ljóðagerð síðustu aldar á Íslandi og á óefað eftir að koma öllum að gagni sem láta sig varða þróun og nýsköpun í íslenskri ljóðlist þessa tímabils.