Með skör járntjaldsins

2.990 kr.

Hugsað upphátt á rafleiðinni frá Gdansk til Istanbúl

Höfundur: Jón Björnsson

327 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 2006

Enginn sendingarkostnaður

Efni

Jón Björnsson er hér á ferð á reiðhjólinu sínu líkt og í bókinni Á Jakobsvegi sem er því miður löngu uppseld. Nú hjólar hann frá Gdansk til Istanbúl. Til forna lá um þessar slóðir leið kaupmanna með hið dýrmæta raf frá Eystrasaltslöndum til Miðjarðarhafs. Löngu seinna var slegið upp ósýnilegu járntjaldi eftir sömu slóð.

Höfundur bregður upp ógleymanlegum myndum af ferðalaginu á sinn lipra og kímilega hátt og fléttar inn í frásögnina hvers kyns fróðleik úr sögu þeirra þjóða og landa er verða á vegi hans, Póllands, Slóvakíu, Ungverjalands, Króatíu, Serbíu, Búlgaríu og Tyrklands. Þar koma bæði rafleiðin og járntjaldið við sögu.

Fjöldi mynda er í bókinni.

Frekari upplýsingar

Hönnun og umbrot

Gísli Már Gíslason

Uppdrættir

Claudia Schenk

Ljósmynd framan á kápu

Jón Björnsson

Ljósmynd aftan á kápu

Sigurbjörg Björnsdóttir

Prentun og bókband

MKT PRINT, Slóveníu.