Mefistó

1.590 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Klaus Mann

Íslensk þýðing: Bríet Héðinsdóttir

304 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 1995

Efni

Skáldsagan Mefistó, sem segir frá starfsferli listamanns í alræðisríki, á sér sjálf sérkennilegan feril að baki. Hún kom fyrst út 1936 í Hollandi, enda sjálfkrafa bönnuð í heimalandi höfundar, Þýskalandi, þar sem hún birtist ekki fyrr en 20 árum seinna, og þá í Austur-Þýskalandi.

Sagan er eitt helsta bókmenntaverk þýskra útlaga á uppgangstímum nasista. Klaus Mann lýsir hér hvernig aðlögun og undirlægjuháttur plægir akurinn fyrir gerræði fasismans.

Vestur-þýskt forlag hugðist gefa söguna út 1963, en útgáfan var stöðvuð. Þetta varð upphaf frægustu málaferla í Þýskalandi eftir stríðslok vegna bókar. Þegar hún var svo loks gefin út í Vestur-Þýskalandi 1981 vakti hún strax feiknaathygli og hefur síðan selst í milljónaupplögum og verið þýdd á þriðja tug tungumála.

Þýðandinn, Bríet Héðinsdóttir, gerir grein fyrir höfundinum og bókinni í ítarlegum eftirmála.

Sagan heitir Mephisto á frummálinu og kom fyrst út 1936 hjá Querido í Amsterdam

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,700 kg
ISBN

9979-63-001-9

Kápumynd

Ljósmynd framan á kápu er úr kvikmyndinni Mephisto sem gerð var af Isztván Szabo 1981 með Klaus Maria Brandauer í aðalhlutverki.

Hönnun og umbrot

Einn, tveir og þrír.