Mefistó

1.590 kr.

Skáldsaga

Höfundur: Klaus Mann

Íslensk þýðing: Bríet Héðinsdóttir

304 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 1995

Efni

Skáldsagan Mefistó, sem segir frá starfsferli listamanns í alræðisríki, á sér sjálf sérkennilegan feril að baki. Hún kom fyrst út 1936 í Hollandi, enda sjálfkrafa bönnuð í heimalandi höfundar, Þýskalandi, þar sem hún birtist ekki fyrr en 20 árum seinna, og þá í Austur-Þýskalandi.

Sagan er eitt helsta bókmenntaverk þýskra útlaga á uppgangstímum nasista. Klaus Mann lýsir hér hvernig aðlögun og undirlægjuháttur plægir akurinn fyrir gerræði fasismans.

Vestur-þýskt forlag hugðist gefa söguna út 1963, en útgáfan var stöðvuð. Þetta varð upphaf frægustu málaferla í Þýskalandi eftir stríðslok vegna bókar. Þegar hún var svo loks gefin út í Vestur-Þýskalandi 1981 vakti hún strax feiknaathygli og hefur síðan selst í milljónaupplögum og verið þýdd á þriðja tug tungumála.

Þýðandinn, Bríet Héðinsdóttir, gerir grein fyrir höfundinum og bókinni í ítarlegum eftirmála.

Sagan heitir Mephisto á frummálinu og kom fyrst út 1936 hjá Querido í Amsterdam

„Þetta er óvenju lifandi bók miðað við aldur og tímabil sem höfundurinn brýtur til mergjar. Klaus Mann er góður höfundur og hefur til að bera þá æskilegu dýpt sem þarf til að koma saman skáldverki sem ekki reynist dægurfluga.
Bríet Héðinsdóttir hefur unnið gott verk með þýðingu Mefistós og eftirmáli hennar um bókina og höfundinn varpa ljósi á tíðaranda og mannleg örlög.“
Jóhann Hjálmarsson

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,700 kg
ISBN

9979-63-001-9

Kápumynd

Ljósmynd framan á kápu er úr kvikmyndinni Mephisto sem gerð var af Isztván Szabo 1981 með Klaus Maria Brandauer í aðalhlutverki.

Hönnun og umbrot

Einn, tveir og þrír.