Efni
Þessi bók hefur að geyma ellefu sögur Stefáns Sigurkarlssonar. Viðfangsefni þeirra flestra er mannlífið við Jökulflóa fyrr og nú, ekki síst í þorpinu Hólmanesi.
Stefán hóf að segja frá þessu þorpi árið 1995 með bók sinni Hólmanespistlum. Sú bók hlaut á sínum tíma mikið lof gagnrýnenda, bæði hér heima og eins í Danmörku þar sem hún kom út haustið 2004.
Jón Özur Snorrason segir til að mynda í Morgunblaðinu: „Hljómbotn sagna Stefáns Sigurkarlssonar er djúpur þrátt fyrir fágað og skýrt yfirborð. Gamansemi Stefáns lætur lítið yfir sér en er þrátt fyrir það mjög rík að gæðum.“
Og í Politiken segir May Schack: „Sögur Stefáns Sigurkarlssonar einkennast af frásagnargleði og lýsingum á harmrænum atburðum undir sléttu og felldu yfirborði.“
Stíll höfundar samur við sig, margslunginn og kankvís, hvort heldur slegnir eru léttir strengir eða fjallað um meinleg örlög.