Raddir frá Hólmanesi

1.590 kr.

Smásögur

Höfundur: Stefán Sigurkarlsson

158 bls. – harðspjöld

Útgáfuár: 2009

Efni

Þessi bók hefur að geyma ellefu sögur Stefáns Sigurkarlssonar. Viðfangsefni þeirra flestra er mannlífið við Jökulflóa fyrr og nú, ekki síst í þorpinu Hólmanesi.

Stefán hóf að segja frá þessu þorpi árið 1995 með bók sinni Hólmanespistlum. Sú bók hlaut á sínum tíma mikið lof gagnrýnenda, bæði hér heima og eins í Danmörku þar sem hún kom út haustið 2004.

Jón Özur Snorrason segir til að mynda í Morgunblaðinu: „Hljómbotn sagna Stefáns Sigurkarlssonar er djúpur þrátt fyrir fágað og skýrt yfirborð. Gamansemi Stefáns lætur lítið yfir sér en er þrátt fyrir það mjög rík að gæðum.“

Og í Politiken segir May Schack: „Sögur Stefáns Sigurkarlssonar einkennast af frásagnargleði og lýsingum á harmrænum atburðum undir sléttu og felldu yfirborði.“

Stíll höfundar samur við sig, margslunginn og kankvís, hvort heldur slegnir eru léttir strengir eða fjallað um meinleg örlög.

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,355 kg
ISBN

978-9979-63-095-1

Kápuhönnun

Sigurborg Stefánsdóttir

Mynd framan á kápu

Stefán Sigurkarlsson

Umbrot

Gísli Már Gíslason

Prentun og bókband

Oddi