Efni
Í lok fimmtándu aldar hefur gamall meistari á Niðurlöndum, Pieter van Huys, komið fyrir manntafli í einu málverka sinna. Skákfléttan túlkar atburð sem hefði getað haft áhrif á framvindu sögunnar í Evrópu.
Fimm öldum síðar sameinast forvörður, forngripasali og sérvitur skákmaður um að leysa úr þessari innbyggðu skákþraut.
Þremenningarnir komast fljótt að því að ef til vill megi leysa ráðgátuna með því að rekja skákina aftur á bak.
Þegar líður á rannsóknina, rennur upp fyrir þeim að þeir eru að dragast inn í leikinn, og á sama tíma tekur einhver að leika sama leik með öðrum leikmönnum þar sem raunverulegir glæpir eru framdir, einn af öðrum.