Rómúlía hin eilífa

790 kr.

Sýnisbók rómúlskra bókmennta

Höfundur: Stefán Snævarr

Útgáfuár: 2002

224 bls. – mjúk spjöld

Efni

Velkomin til Rómúlíu.

Árið er 42 fyrir Krists burð. Mikill floti lætur úr höfn á leyndum stað á Ítalíu. Skipin flytja lýðveldissinna sem ekki una hinum nýju stjórnarháttum í Rómaborg, einræði Júlíusar Sesars. Fleyin sigla út fyrir súlur Herkúlesar í leit að griðastað. Eftir miklar hrakningar er land numið á ókunnri eyju. Þar stofna skipverjar nýtt ríki, Rómúlíu.

Í þessari bók kynnir Valdemar Septímus Gunnsteinsson cand. mag. íslenskum lesendum bókmenntir þessa fjarlæga lands. Lesendum gefst kostur á að lesa ævintýri, smásögur, leikrit, ljóð og valda kafla úr skáldsögum frá Rómúlíu. Þeir geta kynnt sér sögu landsins, skoðað skjaldarmerki og fána þess.

Í lok bókarinnar fá þeir svör við spurningunni „Hver er Valdemar Gunnsteinsson?“ Satt best að segja fá þeir fleiri en eitt svar!

Frekari upplýsingar

Þyngd 0,390 kg
ISBN

9979-63-037-X

Kápuhönnun

Guðjón Ketilsson

Umbrot

Gísli Már Gíslason

Prentun

Offset